Það fór líka þannig að Bláskjár klippti á blaðamannafund hjá nýrri ríkisstjórn til að sýna einhverja útlendinga í handbolta. Þvílíkur hálfvitaskapur. Ótrúlegt alveg.
En ég er að mestu sáttur við ríkisstjórnina. Þetta verður engin kraftaverkastjórn, engin gæti boðist við slíku, en maður er loksins nokkuð viss um að raunveruleg tiltekt fari fram. Vonum síðan bara að hún haldi. Ég er nokkuð viss um að VG áttar sig á að þetta sé ekki leikur sem er líklegur til vinsælda en þetta var bara nauðsynlegt. Einhver talaði um eitrað peð Framsóknarflokksins og það gæti alveg verið rétt en stundum verður bara að fórna sér og vona það besta.
Ég er merkilega sáttur við hlutverk Kolbrúnar Halldórsdóttur sem ég hef þó reglulega gagnrýnt, ég held að hún sé bara góð í umhverfismálunum. Atli Gísla hefði verið góður í dómsmálaráðuneytið en ég veit ekkert um þá sem verður þar. En hvað um það. Ég er bara eins ánægður og hægt er held ég.