Það er eitt sem mér finnst að fólk ætti að pæla í varðandi heimskreppuna sem er að fara af stað: Hvað breyttist?
Við eigum ekki minna af mat, við eigum líklega meira húsnæði, heilsugæslan breyttist ekki, enginn dó, engar náttúruhamfarir og svo framvegis. En hvað veldur þá kreppunni? Svo virðist vera að fólk hafi áttað sig á að peningar sem voru meira og minna ímyndaðir væru einmitt það. Og allt virðist ætla að hrynja. Hvers vegna? Af því að kerfið er gallað. Hver er besta lausnin? Að bíða eftir að kerfið nái að sannfæra sjálft sig og aðra um eigið ágæti eða að reyna að búa til nýtt kerfi?