Merkilegt nokk þá virðist upptakan sem var spilið í fréttum Sjónvarps staðfesta það að Ólafur hafi ekki sagt neitt heimskulegt við þýskan blaðamann. Ég var alveg tilbúinn að trúa því upp á hann en hafði rangt fyrir mér. Maður hefði kannski haldið að þeir sem eru æstir út af þessum málum væru tilbúnir að kynna sér þetta en nei, enginn virðist vera að taka aftur neitt.
Endilega berjið á Ólafi fyrir það sem hann gerði. Daður hans við auðmenn og allt það. En það er ekki honum að kenna að einhver þýskur blaðamaður sé að misskilja hann.