Það er undarlegasta fólk sem poppar upp í prófkjörsbaráttunni. Mér var áðan bent á náunga sem hefur meðal annars þessa hugmynd (allar villur í frumtextanum):
Þegar hrun fjármálakerfis var orðinn að veruleika var mér hugsað til skjaldamerkis okkar með drekanum gráðuga sem tákn hins ílla í skjaldamerkinu okkar. Og mér datt í hug að fjarlægja hann úr skjaldamerkinu sem tákrænt afnám fégræðginnar úr samfélagi okkar.
Nú er ég slíkt flón að ég hélt að drekinn væri aðallega tákn austurlands í skjaldarmerkinu og að þeir gætu jafnvel tekið því illa ef merkið þeirra væri fjarlægt.
Önnur gullkorn má finna á síðunni:
Ég er umbyltingarsinni og verðtryggingarbani í rómantískum skilningi. Og risaeðlu veiðimaður. En ég er fyrst og fremst sonur elskandi Guðs, andleg og líkamleg vera með sál.
Mér þætti þetta fyndnara ef hann væri ekki að reyna að komast áfram í mínum flokki.