Persónukjör

Ég hef eina hugmynd um persónukjör sem ég myndi gjarnan vilja fá gagnrýni á.

Við myndum hafa kjördæmi líkt og nú. Hver einstaklingur gæri farið fram sem óháður eða sem meðlimur flokks og væri bara merktur eftir því. Flokkarnir sjálfir gætu ráðið hverjir mættu merkja sig sem frambjóðendur þeirra. Hver kjósandi má merkja við x marga, hugsanlega einn þriðja af þingmannafjölda kjördæmisins. Þegar þetta er talið saman er síðan einfaldlega komið fram við frambjóðendur sem einstaklinga og ekkert hugsað um flokksaðild.