Kaus í dag

Þrátt fyrir að vera aumur í bakinu fór ég niður í bæ til að kjósa í prófkjöri. Það var mikið af góðu fólki þarna og röðin út úr húsi. Ég reyndi að raða fólki taktískt á listann. Eftir á sáum við Egil Helgason keyra framhjá. Honum fannst mikið um hve margir voru þarna hjá VG.

Mér þykir í raun svolítið slæmt að við erum með kynjakvóta. Ég tel slíkt í lagi þegar jafnréttismál eru í ólagi en svo er ekki hjá VG, í Reykjavík allavega. Fólk er metið út frá verðleikum en ekki kyni. Við höfum síðan bara miklu meira af hæfum konum en körlum núna. Með fullri virðingu fyrir körlunum.

Ég held að Katrín og Svandís verði efstar og Árni taki annað sætið örugglega. Það hvaða karl verður með honum þar er illt um að spá. Gunnar Sigurðsson kannski. Sjálfur væri ég síðan glaðastur ef Auður og Lilja kæmu þar næstar. Ég vildi að Kristján Ketill yrði ofarlega sem og Kjartan Jónsson. Steinunn er örugg í fjórða sæti en þýðir það ekki fimmta sætið vegna fléttulista? Allavega er möguleiki á mjög góðum lista hérna í Reykjavík.