Það hefur óneitanlega verið drama í spurningakeppnum Sjónvarpsins. Í gær réðust úrslit Útsvars á mjög vafasömu vali liðs á að taka 10 stiga spurningu þegar 5 stig hefðu dugað. Einn meðlimur liðsins var mjög ósáttur við það val.
Annars get ég ekki skilið hvers vegna áhorfendur fá að sjá svarið í látbragðsleiknum í Útsvari. Sá sem ákvað það skilur greinilega ekki að eiitt aðalgamanið er að giska sjálfur heima í stofu.
Í Gettu Betur áðan var hörkuspennandi keppni og sá sem svaraði rangt undir lokin var mjög ósáttur. Það er gaman að sjá menn með skap í svona. Ekkert stóískt kjaftæði.
Ég var glaður að heyra minnst á Cork í Gettu Betur áðan en ég var ekki sáttur við spurninguna. Cork er ekki næst stærsta borg Írlands heldur írska lýðveldisins. Menn hafa verið skotnir fyrir minni sök á Írlandi. Fyrsta lögmálið þar er að passa öll svona hugtök. Menn móðgast mjög auðveldlega. Belfast er næst stærsta borg Írlands, Dublin stærst og Cork í þriðja sæti. Derry kemur þar á eftir. Mig vantar Belfast í safnið.