Á meðan ég las þennan pistil á Herðubreið hugsaði ég sífellt: Er eitthvað sem kemur í veg fyrir að Samfylkingin birti bókhald sitt aftur í tímann til að losna við þær sögur sem hafa gengið um styrki frá Baug? Auðvitað væri best ef allir flokkar myndu einfaldlega gera það. Það er ærið tilefni.
