Frábær skil

Ég fékk póst í gær um að deildinni vantaði ritgerðarheiti á íslensku og ensku fyrir 20. apríl. Ég gerði ráð fyrir að mér hefði yfirsést upprunalegi pósturinn enda var ég á þeim tíma á fullu að skrifa. Núna áðan fékk ég annan póst þar sem kom fram að þetta hafi átt að vera 20. maí. Síðan var tekið fram að vegna mistakana hefðu skil ritgerðarheita verið frábær.