Þó krónan sé að lækka þessa daganna er ég að verða rólegri yfir genginu. Ástæðan er sú að ég hef haft meiri áhyggjur af því hvernig gengið er utanlands. Þar eru málin að skána sem þýðir að innlent og erlent gengi er að ná jafnvægi. Það munar enn of miklu en þetta er vonandi að nást. Ég vona vissulega að krónan verði verðmeiri þegar á líður en það gerist í raun ekki ef við erum bara að versla með hana á einhverjum ímynduðum innlendum markaði þar sem einhverjar sérreglur gilda.