Við höfum verið yfirmeðallagi félagslynd um helgina. Á föstudagskvöldið fengum við karlkynsbókasafns- og upplýsingafræðinörda í heimsókn og þar að auki Sibbu og Flóka. Í gær komu Rósa og Ósk í pönnukökur. Í dag skruppum við í vöfflur til Telmu, Kalla og Brynhildar. Í kvöld fengum við síðan Sigga og Sigrúnu í spil og Munchkin Bites varð fyrir valinu. Mjög gaman.
Eygló er annars ekkert að verða léttari, jafnvel bara breiðari ef eitthvað er.