Kaupþing viðskiptum hætt

Ég endaði óvart í viðskiptum við Kaupþing núna þegar SPRON fór á hausinn. Ég ætlaði að yfirgefa bankann strax af því að mér er meinilla við hann. Ég hætti við þegar ég áttaði mig á að Kaupþing hefði ekki fengið neina beinharða peninga með þessum innlánsreikningum. En ég hef bara ekki geð í mér að halda áfram að vera í viðskiptum þarna lengur.

Ég tek fram að ef bankastjórinn biðst afsökunnar og segir af sér ásamt þessum lögfræðingi og lögbannið verður afturkallað þá skal ég halda mínum peningum þarna. Þið eruð að vinna fyrir mig fíflin ykkar. Þið eruð ekki að vinna fyrir fyrrverandi eigendur þessa skítafyrirtækis heldur mig. Ég er viðskiptavinur þessa banka og á þar að auki um 1/300.000 í honum. Hlustið á mig.

0 thoughts on “Kaupþing viðskiptum hætt”

Leave a Reply