Áskrift að Mogganum

Ég hef aldrei verið með áskrift að Mogganum. Ég kaupi blaðið þegar einhver sem ég þekki deyr eða þegar grein eftir mig birtist þar. Einu sinni vorum við með prufuáskrift að Mogganum í mánuð og fengum aukamánuð þar sem við nýttum símanúmerabirti okkar, sem var þá nýlegt fyrirbæri, til að forðast hringingar frá þeim.

En það sem ég ætlaði að segja er að það skiptir ekki máli hvort fleiri segja upp áskrift en gerast áskrifendur. Mogginn er búinn að missa tiltrú þeirra áskrifenda sem skiptu máli sem er fólkið af  miðjunni og vinstrinu. Núna predikar Mogginn bara yfir kórnum.

Margir fyrri ritstjórar Morgunblaðsins skildu nauðsyn þess að hafa í kringum sig dáltið af vinstrimönnum. Þetta varð til þess að fólk hugsaði með sér að það væri nú greinilega ekki bara hægrisjónarmið í blaðinu. Blaðið var nú samt alltaf mjög hægrisinnað en þeir lögðu sig fram við að halda grímunni til málamynda. Nú hefur öllum áberandi vinstrimönnum á blaðinu verið sagt upp. Það er engin gríma lengur.

Mogginn hefur kannski ekki alltaf verið málgagn Sjálfstæðisflokksins en hann hefur alltaf verið málgagn afla innan flokksins. Það ein sem hefur gerst núna er að ESB armurinn missti stjórnina og Davíðsarmurinn náði henni. Mér þykja það ekki merkileg tíðindi. Það að Davíð sjálfur sé orðinn ritstjóri sýnir hve firrt þetta lið er orðið.