SUS vælið

Það er óneitanlega skondið að heyra fólk hneykslast á því hvernig nýr formaður SUS var kosinn. Ég hef fylgst með þessum síendurtekna slag í SUS í mörg ár og veit ekki betur en að menn hafi verið ásakaðir um margt verra en smölun – allir smala. Það eru alltaf sömu vængirnir sem berjast, Garðarbæjarklíkan svokallaða og Deigluliðið. Það eina sem er öðruvísi hérna er að annað liðið fékk ekki tækifæri til að smala. Er það eitthvað verra en venjulega smölunarkeppnin?
Ég get satt best að segja ekki ímyndað mér annað en þetta verði vítamínsprauta fyrir SUS að fá formann úr hinni klíkunni og býst raunar líka við að gagnrýnin á ríkisstjórnin verði áhugaverðari en frá Deiglufólkinu. Það hefur nefnilega verið töluverður dofi yfir þeim félagsskap síðustu ár. Það er líka óneitanlega skemmtilegt að formaður SUS sé almennilega ungur.