Ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum með jafninginn sem ég gerði í fyrra með hangikjötinu í fyrra þannig að ég ákvað að skoða málið betur í dag. Ég auglýsti eftir leiðbeiningum á Facebook og talaði við Önnu systur. Ég var með svona rúmlega 100 gröm af smjöri sem ég bræddi á lágum hita, bætti síðan hátt í 100 grömmum af hveiti við, hellt ríflega af mjólk út í þegar ég hafði hrært þetta saman. Ég notaði dáltið af hvítum pipar, rúmlega tvær matskeiðar af sykri og eina teskeið af salti. Ég leyfði þessu síðan að malla í dáltin tíma og bætti við mjólk eftir þörfum. Undir lokin setti ég safann úr grænubaunadósinni ofan í. Þetta svínvirkaði. Málið er náttúrulega að ef jafningurinn er ekki nógu góður þá nýtur maður hangikjötsins ekki nærri jafn vel.
Í gær notaði ég nýstárlega aðferð til að gera brúnar kartöflur. Ég setti bara smjör, sykur og sýróp saman í pott og bræddi (fyrstu skrefin í að gera brúna lagköku). Bætti síðan við smá rjóma. Ég hefði átt að hafa meiri rjóma eða nota einhverja aðra aðferð til að þykkja þetta en þetta var mjög gott. Ekki samt jafn gott og hjá Arnheiði sem gerir heimsins bestu brúnuðu kartöflur og skv. Önnu systur notar hún ekki einu sinni nein trikk.
Þetta er skrifað fyrir Óla sem eldar jólin 2010.