Spilarýni: Alias

Við prufuðum Alias með Hafdísi og Mumma á mánudagskvöldið. Við fengum það hins vegar ekki sjálf. Þetta spil er keimlíkt bannorðaflokknum í Party & co en með færri takmörkunum og meiri hraða. Þetta var vissulega skemmtilegt – sérstaklega þegar Eygló nefndi til sögunnar Oliver Twist – en ekki gallalaust. Íslensku reglurnar voru frekar illa unnar og þá var lélegast að talað var um „Finish“ reit að óþörfu. Þetta leit út eins og að þýðandinn hefði ekki séð spilið. Ég kíkti reyndar á ensku reglunar og þær voru á köflum ónákvæmar líka.

Leave a Reply