Sjálfstæðismenn hafa verið duglegir að kyrja þá möntru síðasta árið að synjun fjölmiðlafrumvarpsins hafi á sínum tíma komið í veg fyrir gagnrýna umfjöllun um útrásina. Það sem þeir nefna eiginlega aldrei er annars vegar að það var ríkisstjórnin sjálf sem kom í veg fyrir að þetta frumvarp yrði lagt fyrir þjóðina en þeir þorðu einfaldlega ekki að reyna að sannfæra fólkið og hins vegar að það hefði verið það var nægur tími til að leggja fram nýtt fjölmiðlafrumvarp. Þar að auki er að sjálfsögðu nær aldrei nefnt hvernig þetta frumvarp hlífði Morgunblaðinu algjörlega.