Ég hef séð nokkra halda því fram að þeir sem voru fylgjandi því að forsetinn synjaði fjölmiðlafrumvarpinu á sínum tíma geti ekki verið andvígir ákvörðun hans varðandi IceSave málið. Þetta er léleg röksemdafærsla því málin hafa miklu fleiri víddir en það að vera með eða á móti málsskotsréttinum.
Þeir sem lýstu því yfir á sínum tíma að forsetinn hefði í raun ekki völd til þess að synja lögum frá Alþingi hljóta, nema að þeir hafi í alvörunni endurskoðað afstöðu sína í heild, að vera ósáttir við aðgerð forsetans í dag.
Þeir sem telja að forsetinn hafi réttinn geta nú alveg verið á nokkrum skoðunum. Mest áberandi er sú afstaða að þetta mál henti ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú skoðun er best studd með þeirri staðreynd að ef þjóðin hafnar frumvarpinu þá er málinu ekki lokið og allt óljóst. Á þá að láta næstu útgáfu af samningunum líka í þjóðaratkvæðagreiðslu? Og þar næstu útgáfu? Þetta gengur ekki upp.
Æ, hvað þetta er fökkt og hvað við erum fökkt.