Í vikunni braut séra Bjarni Karlsson prófkjörsreglur Samfylkingarinnar og í gær vann hann Dofra Hermannsson með átta atkvæða mun. Hvað ætli séra Bjarni hafi fengið mörg atkvæði út á þessa auglýsingu sem hann mátti ekki birta? Þarna fellur sá góði maður Dofri um sæti væntanlega einungis af því að séra Bjarni annað hvort kynnti sér reglurnar ekki nógu vel eða hélt að hann kæmist upp með að brjóta þær. Maður hefði allavega haldið að heiðarlegur maður hefði dregið framboð sitt til baka eftir að hafa brotið svona af sér.