Ég kaus í forvali VG í Rvk í dag. Ég setti sex manns á miða. Ég mætti síðan á fyrstu tölur til að fylgjast með. Aðalspennuefnið var hver myndi ná þriðja og fjórða sætinu enda var maður eiginlega búinn að gefa sér að Sóley og Þorleifur yrðu efst. Ég var orðinn mjög spenntur þegar kom að þessu og var alveg rosalega kátur með bæði þriðja og fjórða sætið en þeim náðu Líf Magneudóttir og Elín Sigurðardóttir. Þetta var ég nú að vona. Það sem þær hafa sameiginlegt er að hafa allt á hreinu. Ég veit að Elín er hörkudugleg og mér sýnist að Líf sé það líka. Líf er augljóslega kjarkmikil og græddi á því að sækjast eftir öðru sætinu. Þær eiga eftir að virka ákaflega vel í kosningabaráttunni og vonin er að sjálfsögðu sú að þær haldi því góða starfi áfram í borgarstjórninni sjálfri. Það væri gott fyrir flokkinn og gott fyrir borgina.
Ég hlakka líka til að sjá Sóleyju í kosningabaráttunni. Hún á mikið inni og þá sérstaklega á hún eftir að koma þeim á óvart sem halda að hún geti ekki talað um neitt nema femínisma.