Í stuttu máli: Ekkert bendir til þess að reglur hafi verið brotnar. Sögur af ósiðlegu athæfi fólks virðast aðallega koma frá andstæðingum VG. Formaður kjörstjórnar gerðist sekur um dómgreindarbrest en ekkert bendir til þess að það hafi haft áhrif á úrslitin. Mig grunar að það séu sárindi sem halda þessu gangandi og miðað við persónuleika hans og viðbrögð hans við úrslitunum á laugardag (þar sem hann kom mjög vel út) þá grunar mig að Þorleifur sé ekki sá sem er sár.