Á borgarstjórnarfundi í gær kom upp sú staða að Sóley Tómasdóttir hafði ekki náð að láta varaborgarfulltrúann Hermann Valsson vita af því að VG og Samfylking hefðu samið um að sitja hjá í máli. Þegar kom að kosningu reyndi Sóley að láta Hermann vita af þessu en það mislukkaðist eitthvað. Þetta varð að frétt sem snerist um að Sóley væri að skipa Hermanni fyrir. Þetta var fljótt og örugglega leiðrétt í annarri frétt en að sjálfsögðu náðu flestir sem tjáðu sig um málið að hunsa það vel og vandlega. Í staðinn fáum við blogg og bjánaskap um hvað Sóley sé mikil tík (þó það noti ekki allir það orð). Einfaldur misskilningur notaður til að koma höggi á fólk.