Neinei, segi svona. Ákveðin vonbrigði að enginn kennari í Guðfræði- og trúarbragðafræðideild mætti á fundinn en á móti var vel mætt af nemum úr trúarbragðafræðihlutanum. Færri úr guðfræðinni. Við Matti byrjuðum á kynningu á félaginu, skipumst á með það. Síðan kom Reynir með sína persónulegu reynslusögu.
Umræðan eftir á var á köflum full einhæf. Ég lenti síðan í klassísku atviki á leiðinni heim: „Ég hefði átt að nota þetta dæmi!“. Ekkert við því að gera. Þetta var bara vel heppnað.