Í dag var fyrirlestur hjá Félagi þjóðfræðinga á Íslandi þar sem Una Margrét Jónsdóttir talaði um söngvaleiki en hún gaf nýlega út bókina Allir í leik: Söngvaleikir barna. Fyrirlesturinn var bæði skemmtilegur og fræðandi. Ég, og held ég flestir, hlógu vel og mikið að sumum textunum. Athyglisverðast þótti mér að heyra að elsta heimildin um Fram, fram fylking fjalli um að fullorðið hafi verið að leika hann. Á einhverjum tímapunkti fór fólk að taka sig of alvarlega.
Ég pældi dáltið í fundarstjórahlutverki mínu. Ég held að það sé ágætt að vera sem mest í bakgrunninum.