Vanmetið starf á Stöð 2

Þegar ég vann á filmusafninu á Stöð 2 þá þótti mér skemmtilegast þegar ég  fékk verkefni sem snerust um að grafa upp gamalt efni. Það gerðist ekki nógu oft. Mest lagði ég á mig við að finna efni fyrir þátt af Sjálfstæðu fólki um Emilíönu Torrini. Ég notaði ýmsar aðferðir við að grafa upp efni og það hjálpaði töluvert að ég var aðdáandi. Ég fann ekki bara tónlistarmyndbönd heldur til að mynda viðtalsþátt með Gísla Rúnari  þar sem hún dró stól út úr settinu.

Allavega, þegar þátturinn var loksins sýndur þá er náttúrulega ekki minnst á minn þátt í þessu. Fólk sem lagði mikið minna til þáttarins var nefnt í kredits en mitt nafn sást hvergi. Mér þótti það svoltið skítt og það minnkaði töluvert áhuga minn á þessu starfi.

Skildu eftir svar