Í fyrrasumar vorum við Eygló á veitingahúsi og vorum þar svo óheppin að á næsta borði var leiðindagaur að röfla frekar hátt um afrek sjálfs sín. Ég var ekki alveg með það á hreinu hvort umræddur maður hefði bara verið alki eða líka verið í fíkniefnum en allavega var hann nú hættur í stöffinu. Það stoppaði hann þó ekki í að segja hetjusögur af sinni neyslu. Tóninn var slíkur að maður fann að hann var eiginlega hálfstoltur af sögunum. Ég varð glaður þegar félagi hans, sem túlkaði þetta greinilega eins og ég, skammaði hann síðan fyrir þetta. Það að lesa fortíðarsögur Bubba Morthens á Pressunni minnir mig óneitanlega á þennan leiðindagaur.