Ég les Pressuna ekki mikið en ég gerði það í gær. Þar voru forsíður „vafasamra“ barnabóka. Þó það komi ekki fram er þetta án efa eitthvað sem þeir hafa hirt einhvers staðar á netinu. Þetta var rosalega óspennandi og á köflum ósmekklegt bókaval. Það sem ég hnaut helst um var þetta:
Það er ekki erfitt að sjá hver tilgangur bókarinnar er. Það er að útskýra fyrir börnum að það sé ekkert að því að tveir karlmenn séu í sambandi. Þetta er voðalega „vafasamt“ að mati Pressunnar.