Til að byrja með þá vil ég taka fram að í sjálfu sér er ég ekki aðdáandi flokkakerfisins eins og ég hef áður tekið fram. Ég myndi vilja hafa allavega frelsi til að velja fólk án þess að þurfa að hugsa um flokkslínur. Ég hef hins vegar ekki enn séð almennilegar tillögur um þetta. En hvað um það.
Í núverandi kerfi vel ég þann flokk sem er næstur mínum skoðunum þó ég sé reglulega ósammála stefnunni. Ég ákvað á ákveðnum tímapunkti að taka þátt í starfi flokksins til þess að geta a) haft áhrif á stefnumálin og b) komið að því að velja fólk á lista. Þetta var ekkert sérstaklega erfitt.