Já, það er reyndar alveg rétt að athugasemdir á til dæmis Eyjunni eru oft bjánalegar og illkvittnislegar. Það væri ekkert mál að redda því með því að setja nokkrar einfaldar reglur og fara eftir þeim. Ég tel hins vegar á móti áberandi hve þeir sem skrifa á vefrit og blogg þar sem athugasemdir eru ekki leyfðar eru mun djarfari við að ljúga blákalt. Maður kemst ekki upp með slíkt ef maður er með athugasemdakerfi. Athugasemdakerfi réttlæta sig með því að bjóða upp á þennan einfalda öryggisventil.