Gullkorn um jafnrétti til hjúskapar – Steinunn Jóhannesdóttir I

Það eru örugglega mörg gullkorn í þessum athugasemdum öllum saman. Ég stekk samt fyrst á Steinunni Jóhannesdóttur:

Engin starfandi hagsmunasamök karla og kvenna í hjúskap eru til í landinu, engir hollvinir hjónabandsins sem gætu talað fyrir munn þeirra í baráttunni um skilgreiningu á samfélagslegu hlutverki þess. Dagsetningin er að auki ákveðin fyrirfram fyrir gildistöku laganna til að undirstrika lokasigur samkynhneigðra (á gagnkynhneigðum?).

Freudískt slip í stafsetningunni á því sem átti greinilega að vera hagsmunasamtök. Ég get örugglega bætt við nokkrum gullkornum frá henni.