VG og Samfylking hafna Sjálfstæðisflokknum

Ég sá ekki þennan þátt en Pressan segir að hjá Sölva í kvöld hafi tíðindi orðið:

Sóley Tómasdóttir, oddviti VG, hafnaði samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í borginni eftir kosningar. Það gerði Dagur B. einnig fyrir hönd Samfylkingarinnar.

Þetta eru óneitanlega gleðifréttir. Ég tel að það hefði verið gagnslítið fyrir VG að vera eini flokkurinn sem hafnaði samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn en þegar Samfylkingin er með þá er þetta óneitanlega meira virði. Verra er hve seint þetta kemur en kjósendur hafa ennþá umhugsunartíma. Hvernig hefði Reykjavíkurlistinn virkað án Framsóknar?