Allar skýringar sem ég hef heyrt eða lesið á úrslitum kosninganna eiga það sameiginlegt að vera annað hvort gríðarlegar einfaldanir eða einfaldlega rangar. Það á kannski sérstaklega við um kenningar um fylgi Besta flokksins, Lista fólksins og VG. Með fáum undantekningum var VG tapari kosninganna en Sjálfstæðisflokkurinn sigurvegarinn (ef miðað er við síðustu þingkosningar og útkomu hrunskýrslunnar). Besti flokkurinn er eina nýja framboðið sem vann raunverulegan sigur.
Nú þurfum við í VG að pæla í niðurstöðunum og vonandi verður það í næstu kosningum þannig að við skiljum fólkið betur og fólkið skilur okkur betur.
Ég vona síðan að allar efasemdir mínar um Besta flokkinn hafi verið rangar og nýi meirihlutinn komi góðum hlutum í gegn. Í versta falli get ég tautað með mér “allt er betra en íhaldið”.