Því miður slysast maður stundum til að lesa fréttir sem Óli Tynes skrifar. Ég man að ég lýsti honum einhverju sinni sem ódýrri eftiröpun af Ólafi Sigurðssyni. Þið getið rétt ímyndað ykkur að það er ekki há einkunn. Fréttin sem ég opnaði af heimskulegri forvitni heitir “Reyndi að gleypa eista gamals kærasta“. Eftir að hafa séð hver höfundur fréttinnar var gúgglaði ég nöfnin og fann upprunalegu fréttina og kemur þá í ljóst að hún er frá árinu 2005. Tynes talar hins vegar um að parið hafi hætt saman í maí á síðasta ári. Er ég að misskilja hlutverk fréttamanna eða er Óli Tynes að misskilja hlutverk sitt? Eða er stærsti misskilningurinn sá að Óli Tynes geti í nokkrum skilningi þess orðs kallast fréttamaður?