Strætó að morgni

Á þriðjudag og miðvikudag tók ég strætó í skólann. Í bæði skiptin var vagninn troðinn. Ég held að í bæði skiptin hafi fólk orðið eftir í Mjódd og í annað skiptið allavega var farið framhjá stoppistöð vegna þess að það var engin leið að koma fólki inn. Í bæði skiptin komu vagnarnir alltof seint á áfangastað.

Þetta er þekkt vandamál. Ég man eftir þessu fyrir fjórum árum þegar ég tók vagninn snemma dags. Þá var þetta leyst með því að bæta við vögnum. Ætlar Strætó að gera það núna eða er verið að bíða eftir að fólk gefist upp á kerfinu?