Spambloggarinn séra Baldur

Spamblogg fer dáltið í taugarnar á mér. Með því á ég við það þegar einstaklingar setja inn sömu bloggfærslurnar á mörgum stöðum. Ég er nokkuð sannfærður um að ef fólk hefur áhuga á að lesa það sem ég hef að segja þá getur það nokkuð auðveldlega fundið þessa síðu.

Ástæðan fyrir því að ég er að pæla í þessu er að ég hef undanfarið  þurft að svara nokkrum bloggfærslum hjá séra Baldri Kristjánssyni. Þegar ég skoðaði málið sá ég að hann birtir sömu bloggfærsluna á allt að þremur síðum og sendir hana síðan jafnvel á einhvern vefmiðil eða blað sem aðsenda grein. Það þýðir að það geta verið í ganga þrjár eða fjórar umræður um bloggfærslurnar. Um leið gerist það að fólk þarf að hrekja vitleysuna í honum á þremur mismunandi stöðum.

Það sem ég á erfiðast með að skilja í þessu er hvers vegna þeir sem sjá um bloggið á Eyjunni leyfa séra Baldri að gera þetta. Þeir hafa lagt í að fá hann þarna inn til að auka umferð hjá sér (væntanlega til að fá heimsóknir frá trúleysingjum sem eru svara honum) en það er til lítils gagns ef vefráfarar geta lesið sömu færslu á tveimur eða þremur öðrum stöðum án þess að hafa yfirhöfuð hugmynd um að hann bloggi á Eyjunni.

En fyrst og fremst er þetta náttúrulega dónaskapur eins og allt spam.

Leave a Reply