Geir og Landsdómur

Geir Haarde montaði sig nú rétt í þessu vel og vandlega á því að hafa tekið þátt í að breyta stjórnarskránni 1995. Hann nefndi síðan “lög um Landsdóm”. Merkilegt nokk þá er ákvæðið um Landsdóm í sjálfri stjórnarskránni þannig að Geir hafði alveg stórkostlegt tækifæri árið 1995 til að taka það út. En hann gerði það ekki.

En ég veit satt best að segja ekki hvort það ætti að sakfella Geir. Ég vona bara að þetta Landsdómsfyrirbæri nái að sinna sínu hlutverki.