Hverjir tóku yfir VGR?

Fyrir aðalfund VGR tók ég eftir að Facebook vinur minn Hjalti Sigurðsson boðaði komu sína þangað. Ég hélt satt best að segja að þetta væri brandari þar sem Hjalti er stjórnarmaður í Frjálshyggjufélaginu. En það var fyrir fundinn. Svona var greinilega smalað. Hjalti kom væntanlega á fundinn til að styðja félaga sína úr Ísafold, félagi ungra ESB andstæðinga, í kosningunum.

Svo heldur fólk því fram að það hafi verið einhver “grasrót” sem mætti þarna á fundinn. Skítabrögð og ekkert annað. Á í alvörunni að fara að stunda SUS aðferðir í VG (og fá SUSara í flokkinn til að kenna þær almennilega)? Ég get bara ekki trúað því að meðlimir VG samþykki að þessar aðfarir.