Ég veit ekki hvort ég er ekki að fylgjast nógu vel með eða hvað en ég sé ekkert um það sem ég hefði talið augljósu túlkunina á niðurstöðum skoðanakönnunarinnar frá því í gær. Sú túlkun er að fólk sé reitt yfir málflutningi stjórnmálamanna um Landsdóm. Ég gæti reyndar alveg trúað því að Framsókn sem hefur verið frekar óákveðin í þessu máli taki nú og stökkvi á það til að bjarga fylginu. Það gæti með stuðningi þingmanna Hreyfingarinnar orðið til þess að málið komist í gegn. Ef svo færi þá kæmi málið alveg skelfilega út fyrir Samfylkinguna sem er þó þegar farinn að lykta illa.