Framboð til stjórnlagaþings – Hvað viljið þið vita?

Nú eru fjórir dagar síðan að ég skilaði inn framboðinu. Ég hef fengið staðfestingu á að kjörstjórn hafi fengið öll gögn mín en ekki fengið nein skilaboð um að þau hafi verið ófullnægjandi. Það má því segja að ég sé formlega kominn í framboð.

Ég ákvað að leggja áherslu á tvö mál þegar ég sendi frá mér upplýsingar. Annars vegar er það aðskilnaður ríkis og kirkju og hins vegar mannréttindi. Í raun og veru er þetta bara eitt stórt mál.

Ég hef áhuga á fjölmörgum öðrum málum en veit í raun ekki hvar ég ætti að byrja. Ég bið því lesendur um að spyrja mig hvað þeir vilja vita um frambjóðandann mig (en megið endilega hafa spurningarnar almennar þannig að aðrir frambjóðendur geti haft þessar spurningar til hliðsjónar). Sumu mun ég vonandi geta svarað í stuttu máli í svona “Spurt og svarað” horni en annað krefst lengri svara sem ég mun reyna að koma frá mér fyrir kosningar. Ég mun væntanlega ekki svara neinu í athugasemdakerfinu hér og nú því ég vil leyfa mér að taka mér tíma til að hugsa.

Ég hef lengi haft þá reglu að þeir sem ég þekki ekki undir stuttnefnum skrifi undir fullu nafni. Þið getið líka notað bláa “Connect to Facebook” takkann hér til hægri ef þið viljið skrá ykkur með þeim auðkennum.

Ég hvet ykkur sem styðja mig til að skrá ykkur (eða like’a) á Facebook síðuna mína og láta stuðning ykkar í ljós.

Ég er annars að leggja lokahönd á svör mín til Svipunnar og mun líklega birta það hér líka fljótlega.

0 thoughts on “Framboð til stjórnlagaþings – Hvað viljið þið vita?”

  1. Ég vildi gjarnan spyrja tveggja spurninga.

    1) Hvernig er hægt að tryggja sem best þrískiptingu valdsins í stjórnarskrá?
    2) Á að skilgreina kjördæmi í stjórnarskrá og þá hvernig?

Leave a Reply