Það er töluvert deja’vu í gangi þessa daganna. Taktík kirkjunnar til að koma í veg fyrir mannréttindabætur í skólum borgarinnar er nákvæmlega sú sama og hún var þegar átti að gera sjálfsagðar og eðlilegar breytingar á grunnskólalögunum fyrir um þremur árum. Í stað þess að tala um það sem raunverulega átti að gera er farið að þvæla um ótrúlegustu hluti sem ekki koma málinu við. Maður sér fólk tala um að Mannréttindaráð sé eitthvað að ráðast á kristinfræðifræðikennslu þó það sé fjarri öllu lagi.
Sem betur fer það ekki Þorgerður Katrín sem stendur núna í ströngu. Taktíkin sem virkaði svo vel til á hana þannig að hún lyppaðist niður og gafst upp virðist einfaldlega ekki ætla að virka á það góða fólk sem núna er ráðist á. Mikið er það notaleg tilhugsun að það verði ekki komið fram við son minn sem annars flokks þegar hann fer í leikskóla.