Það er ákaflega skrýtið að fylgjast með bandarískri umræðu og þá sérstaklega hlut Fox sjónvarpsstöðvarinnar. Þeir sem hafa horft á Glenn Beck í nokkrar mínútur vita hvað ég á við. Þegar ég sé hann þá dettur mér alltaf í hug hasarmyndaparódíu sem birtist í The Simpsons þar hetjan McBain berst við kommanasista. Glenn Beck er alltaf í þeirri baráttu. Obama er ekki bara illur sósíalisti heldur líka nasisti. Sjálfur á Glenn Beck í persónulegu sambandi við guð og telur sig jafnvel vera sendiboða hans. Furðulegt val þar.
Jon Stewart og Stephen Colbert báðu um helgina Bandaríkjamenn um að reyna að endurheimta skynsemina (bókstaflega geðheilsuna en mér finnst það ekki ná merkingunni nægilega vel). Er kannski þörf á slíku á Íslandi í dag? Eru íslenskir fjölmiðlar og íslensk umræða í alvörunni svona mikið betri en við sjáum í Bandaríkjunum?
Skilti frá samkomunni í Washington.