Kosningakerfið – kostir og gallar

Þegar þið gangið inn í kjörklefann í lok mánaðarins þá þurfið þið fyrst og fremst að muna að skrifa 4283 efst. Síðan megið þið sjálf ráða restinni.

En af kosningakerfinu sjálfu. Siggi Hólm pælir aðeins í því hér og síðan kommentar Friðrik Þór Guðmundsson:

Þetta er algerlega rétt hjá þér Siggi og gjörsamlega óskiljanlegt af hverju þessi „fyrsta sætis“ tilhögun varð ofan á. Það er ekki síst hún sem ýtir undir forskot þjóðþekktra undir kringumstæðum þar sem kynningar eru ónógar.

Ég er ósammála Friðriki hér. Ég held að kerfi þar sem kjósendur hefðu getað gefið 25 frambjóðendum atkvæði sitt hefði til dæmis verið mikið verra. Ef við náum að kynna kerfið fyrir fólki þá sér það vonandi að það getur spornað gegn vægi fræga fólksins með því að setja það neðar á listann sinn. Ef fólk er meðvitað um þetta þá er það líklegt til að setja kannski 10-20 minna þekkt andlit á listann sinn og þar fyrir neðan uppáhalds fræga fólkið sitt. Þá aukast líkurnar á að litla fólkið komist að.