Þegar ég tók DV-prófið fyrst reyndi ég að sleppa þeim spurningum sem ég vildi ekki hafa með þegar ég væri að velja þá sem eiga að koma fyrir neðan mig á kjörseðlinum. Núna áðan var Biggi að benda á síðu þar sem maður getur svarað eins mörgum eða eins fáum spurningum og maður vill úr DV-prófinu og út frá því fá frambjóðendur einkunn. Ég mæli með Sigtinu.