Það eru byrjaðar að rúlla „skjáauglýsingar“ með frambjóðendum á dauðum tímum í Ríkissjónvarpinu. Þar er um að ræða sömu kynningar og eru út um allt. Ég get nú ekki sagt að ég telji þetta neitt rosalega frábært hjá RÚV. Ef þeir hefðu keyrt í þetta um leið og upplýsingarnar voru aðgengilegar þá hefði þetta verið góð byrjun en núna þá er þetta fulllítið, fullseint.
Þetta eru upplýsingar sem við skiluðum af okkur fyrir mánuði síðan. Ef RÚV ætlaði að sinna frambjóðendum af einhverju viti þá væri lágmark að við fengjum að koma frá okkur meiri, ítarlegri eða allavega öðrum upplýsingum en bara þeim sem er þegar búið að bera út á öll heimili landsins.
DV er ennþá með gott forskot á alla aðra fjölmiðla varðandi umfjöllun um þessar kosningar. Fjöður í þeirra hatt.