Vafasamur kosningableðill

Ég var að skoða einn kosningabæklinginn sem hefur ratað í pósthólfið okkar. Það kom í ljós að sá er verulega vafasamur. Í honum er svona minnispunktalisti sem maður getur farið með á kjörstað. Það sem mér finnst ekki til fyrirmyndar er að á honum er gefið skýrt til kynna að maður eigi að láta umræddan frambjóðanda í efsta sæti. Verra er hins vegar að aftan á þessum miða er mynd af frambjóðandanum. Mér sýnist því nokkuð ljóst að hér sé um að ræða hvatningu til að taka með áróður á kjörstað sem ég geri ráð fyrir að sé bannaður nú sem fyrr.