Ég keyrði áðan upp í Efra-Breiðholt til að kjósa, fara á bókasafn og versla. Á bílastæðinu var sólin alveg í augun á mér og ég hefði mögulega getað keyrt á svartan jeppa sem kom á móti mér speglandi ljósið á öllum flötum. Það slapp þó.
Það gekk vel að kjósa, engar raðir og ekkert ves. Ég hefði þó, í sporum kjörstjórnar, tekið niður auglýsingar frá Bláu höndinni.
Ég fór síðan yfir götuna að fá mér bók fyrir heimaprófið og var þar spurður um afstöðu mína til málefna. Fann bókina.
Ég endaði þetta í Bónus. Þar var ég í kælinum í símanum að yfirheyra Eygló um hvers kona lifrarkæfu ég ætti að kaupa þegar ég setti mjólkina mína í innkaupakerru hjá saklausri konu. Hún stoppaði mig sem betur fer áður en ég stal kerrunni.