Ég var að senda eftirfarandi skeyti á póstlista frambjóðenda:
Ég tek undir með Viktori [Orra Valgarðssyni] hér að ofan að ég vil endilega sjá nánari útlistun á atkvæðadreifingu því það getur sagt okkur eitthvað um hvernig kerfið virkaði. Síðan er ég bara forvitinn.
Í kosningabaráttunni var mikið rætt um aðgang að upplýsingum og því ættum við að ýta á að fá meiri upplýsingar. Um leið er nauðsynlegt að muna að hluti af því að tryggja aðgang almennings að upplýsingum er að passa að upplýsingarnar séu á formi sem auðvelt er að vinna úr. Landskjörstjórn fellur á því prófi því það þarf mikið fiff til þess að vinna úr þessu ógnarstóra pdf skjali sem sett var á vefinn.