Fólk heldur því fram að það sé blind boltadýrkun sem ráði hjá íþróttafréttamönnum þegar þeir velja íþróttamann ársins. Þegar ég sá forsíðu Fréttablaðsins í morgun áttaði ég mig á því að þetta er rangt. Þetta er bara umhyggja fyrir verðlaunahafanum sem ræður. Einu íþróttamennirnir á Íslandi sem græða eitthvað eru í einhverjum bolta (tala nú ekki um þegar þeir fá fín störf eftir ferilinn hjá fyrirtækjum sem vilja tengja sig dýrðinni). Af þessu leiðir að þeir eru einir um að hafa efni á húsnæði sem er nógu stórt til að hýsa, og vonandi fela, þessa stóru ljótu bikara sem fylgja titlinum.