Viðskiptavinir Vinnumálastofnunar

Þó ég sé í skóla þá skoða ég reglulega atvinnuauglýsingar og þá meðal annars á vef Vinnumálastofnunar. Ég kíkti þarna í morgun og rakst á þessa klausu hér:

Vinnumálastofnun biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi töf hefur valdið viðskiptavinum og harmar að þetta hafi gerst á þessum viðkvæma tíma.

Mér þykir þetta stórfurðuleg orðanotkun. Á hvaða hátt eru atvinnulausir viðskiptavinir Vinnumálastofnunar? Hvernig dettur þeim eiginlega í hug að nota þetta orð?