Í gær kviknaði í sinu í Vatnsmýrinni og menn segjast ekki hafa áttað sig á hættunni. Ég hefði haldið að hún væri nokkuð augljós.
Fyrir sjö árum sá ég einmitt að það var kviknað í sinu þarna. Ég hljóp til og náði að slökkva eldinn (einhver kom reyndar og hjálpaði mér að klára það).
Í gær sást sumsé vel hve mikið Eggertsgatan hefur misst við að ég flutti þaðan.